Dómnefndir Fjöruverðlaunanna kynntu tilnefningar sínar í Borgarbókasafninu í gær. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna og hafa verið veitt árlega síðan 2007.
Verðlaun eru veitt í þremur flokkum en Forlagskonur koma fyrir í þeim öllum og gleðjumst við auðvitað hástert yfir því!
Í flokki barna- og unglingabóka:
Sif Sigmarsdóttir fyrir Múrinn
Sigrún Eldjárn fyrir Strokubörnin á Skuggaskeri
Í flokki fagurbókmennta:
Vigdís Grímsdóttir fyrir Dísusögu: Konan með gulu töskuna
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir fyrir Stúlku með maga
Í flokki fræðirita og rita almenns eðlis:
Gréta Sörensen fyrir Prjónabiblíuna
Til hamingju!