Claessen

Claessen og forsetinn

[fusion_builder_container hundred_percent=“no“ equal_height_columns=“no“ menu_anchor=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“center center“ background_repeat=“no-repeat“ fade=“no“ background_parallax=“none“ enable_mobile=“no“ parallax_speed=“0.3″ video_mp4=““ video_webm=““ video_ogv=““ video_url=““ video_aspect_ratio=“16:9″ video_loop=“yes“ video_mute=“yes“ video_preview_image=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ margin_top=““ margin_bottom=““ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ layout=“1_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_imageframe image_id=“83606″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2017/10/Claessen_72.jpg[/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ layout=“2_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_text]

Eggert Claessen var á sinni tíð fyrirferðarmikill í þjóðlífinu, iðulega á síðum dagblaðanna og þá ýmist hafinn til skýja sem áræðinn athafnamaður sem ruddi nútímanum braut eða þvert á móti harðsnúinn kapítalisti og óvinur íslenskrar alþýðu. Síðan er eins og fennt hafi í spor þessa áhrifamanns sem kom svo víða við á fjölbreyttri ævi.

Nú er væntanleg ævisaga þessa áhugaverð manns, Eggert Claessen – saga fjármálamanns, þar sem greint er frá fjölskrúðugum störfum hans og einkalífi.

Það kom sér vel að Eggert var sérstakur reglumaður þegar kom að varðveislu skjala og persónulegra gagna sem geymd voru í sérstakri skjalageymslu á heimili hans. Þessi plögg veittu óvenju glögga sýn á söguhetjuna, jafnt í stormum athafnalífsins sem gleði og sorgum í einkalífi. Má segja að hér hafi verið draumaverkefni sérhvers ævisagnaritara: Litrík persóna í iðu athafna- og fjármálalífs landsins, sviptingasamt einkalíf og einstætt heimildasafn sem ekki hafði verið aðgengilegt fyrr en nú.

Stofnað var sérstakt félag um ritun ævisögunnar og fenginn til verksins Guðni Th. Jóhannesson sem m.a. hafði þá nýlega lokið við rómaða ævisögu Gunnars Thoroddsen. Guðni vann ítarlega könnun á einkaskjölum Eggerts og dró saman ýmsar aðrar heimildir. En áður en hann hæfist handa við sjálfa ritun verksins var Guðni kjörinn forseti Íslands og því ljóst að fela yrði öðrum að taka við og ljúka verkinu – Guðni sýndi sögu Eggerts Claessen þó áfram mikinn áhuga og fylgdist með því eftir bestu getu.

Í stað Guðna varð úr að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var fenginn til verksins en leiðir þeirra Eggerts höfðu oftlega skarast, ef svo má segja, í fyrri verkum Guðmundar, t.d. um Thorsarana (2005), Eimskipafélagið (1998) og Vinnuveitendasambandið (2004) en þar hafði Eggert í öllum tilvikum komið við sögu. Þetta reyndist heillaspor og útkoman liggur fyrir, áhrifamikið og umfram allt heiðarlegt verk um máttarstólpa og brautryðjanda – umdeildan að sönnu – og um leið einstök innsýn í íslenskt samfélag á geysilegum umbrotatímum á fyrri hluta 20. aldar. Og eins og öll almennileg sagnfræðirit talar verkið beint inn í okkar tíma.

Bókin kemur út næstkomandi þriðjudag, 24. október, en útgáfunni verður fagnað í verslun Pennans Eymundsson í Austurstræti kl. 17 miðvikudaginn 25. október. Allir velkomnir.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning