Fundur fólksins

Bókmenntaumræður á Fundi fólksins

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11-13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Full ástæða er til þess að mæla sérstaklega með bókmenntaumræðunum sem fara fram í kjallara Norræna hússins milli 15:30 og 17:00 næstkomandi föstudag, 12. júní en þar verða til umfjöllunar nýjar bækur um þjóðmál:

Rætt verður við Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri er Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

Heildardagskrá Fundar fólksins má sjá hér.

INNskráning

Nýskráning