Steinunn Jónsdóttir hefur tekið nokkra barnabóka höfunda tali í haust og spurt þá út í nýjustu bækurnar þeirra. Ýmislegt hefur komið í ljós. Sigrún Eldjárn hefur til dæmis aldrei strokið að heiman þó að hún hafi skrifað bók um strokubörnin á Skuggaskeri; Vísinda-Villi fékk meðal annars innblástur fyrir vísindabókina sína frá afa sínum sem var fuglauppstoppari og Villa finnst alheimurinn og svarthol „fáránlega heillandi“; uppáhaldsbók Sifjar Sigmarsdóttur, höfundar Múrsins, er Gyllti áttavitinn eftir Philip Pullman og hún byggir sumar persónur bókarinnar á íslenskum stjórnmálamönnum; og að Kristjana Friðjbjörnsdóttir fær útrás fyrir sinn eigin prakkara með því að skrifa bækur um Ólafíu Arndísi og er sammála sögupersónu sinni úr nýjustu bókinni um lífsregluna að ganga aldrei aldrei aldrei á hælaskóm.
Fleiri myndbönd eru væntanleg úr smiðju Steinunnar og aldrei að vita nema bókmenntaþátturinn Lestu ógni öðrum og virtari bókmenntaþáttum áður en yfir lýkur.
Þættina má sjá hér:
Strokubörnin á skuggaskeri
Vísindabók Villa
Múrinn
Lífsreglur Ólafíu Arndísar
Grannmeti og átvextir