Bóksalaverðlaun

Bókasalaverðlaunin

Á dögunum kynntu þau Kristján Freyr og Elín Björk hverjir hljóta Bókasalaverðlaunin þetta árið. Þar mátti finna þónokkra Forlagshöfunda og samgleðjumst við Forlagsfólk höfundum okkar innilega!

Bókasalaverðlaunin eru valin af starfsfólki bókaverslana um land allt, þ.e. fólkinu sem leggur alúð og eljusemi í að kynna sér bækur. Þrjár efstu bækurnar í hverjum flokki hljóta svo hinn eftirsótta miða Bóksalaverðlaunanna.

Eftirfarandi bækur Forlagsins hlutu viðkenningu:

Í flokki ljóða:
2. sæti – Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri

Í flokki ævisagna:
1. sæti – Sigrún og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur
2. sæti – Við Jóhanna eftir Jónínu Leósdóttur
3. sæti – Alla mína stelpuspilatíð eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur

Í flokku hand- og fræðibóka:
2. sæti – Karólína Lárusdóttir eftir Aðalstein Ingólfsson

Í flokki íslenskra barnabóka:
1. sæti – Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson

Í flokki íslenskra unglingabóka:
1. sæti – Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason
2. sæti – Þriggja heima saga: Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson
3. sæti – Freyju saga: Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur

Í flokku þýddra skáldsagna:
2. sæti – Og fjöllin endurómuðu eftir Khaled Hosseini
3. sæti – Ólæsinginn sem kunni að reikna eftir Jonas Jonasson

Í flokki íslenskra skáldsagna:
1. sæti – Mánasteinn eftir Sjón
3. sæti – Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur


INNskráning

Nýskráning