Blokkin á heimsenda vann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hlutu Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. Reykjavíkurborg veitir nú Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í annað sinn. Þau eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir en á lokametrunum fengu þau tvo nemendur úr 6. bekk Háteigsskóla sér til liðsinnis. Vegna Covid-19 var ekki hægt að halda hefðbundna verðlaunaafhendingu en í staðinn var ákveðið að kvikmynda hana og hægt er að sjá myndbandið hér.

Við óskum Arndísi og Huldu hjartanlega til hamingju.

Blokkin á heimsenda

INNskráning

Nýskráning