Birgitta Sif

Birgitta Sif tilnefnd til Kate Greenaway-verðlaunanna

Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar til Carnegie Medal og Kate Greenaway medal. Þetta eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands sem veitt eru árlega, annars vegar fyrir textabækur fyrir börn og unglinga og hins vegar fyrir myndabækur.  Tilnefningin er fyrsta skrefið í löngu ferli, í fyrstu umferð keppir 91 bók um Carnegie-verðlaunin og 71 um Kate Greenaway-verðlaunin, í febrúar verður hringurinn þrengdur þegar „langi listinn“ verður birtur og enn færri titlar komast á „stutta listann“ sem kynntur verður í mars. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í júní hvaða tvær bækur hljóta þessi eftirsóttu verðlaun.

Meðal tilnefndra eru heimsþekktir höfundar á borð við Roddy Doyle, Sally Green og Patrick Ness, og því er afar ánægjulegt að segja frá því að á listanum er einnig myndabókin Freyja Dís – sem vildi BARA dansa og dansa eftir Birgittu Sif.

Freyja Dís – sem vildi BARA dansa og dansa er önnur bók Birgittu Sifjar. Hún er frumútgefin hjá Walker Books í Bretlandi en kom samtímis út á íslensku og fleiri tungumálum nú í haust og hefur þegar fengið frábærar viðtökur í fjölmiðlum. Fyrri bók Birgittu Sifjar, Ólíver, kom út á síðasta ári og náði þeim ótrúlega árangri að komast á „stutta lista“ þessara virtu verðlauna, ásamt sex öðrum framúrskarandi myndabókum eftir marga af þekktustu höfundum Bretlands. Spennandi verður að sjá hvort Freyja Dís nær sama árangri – eða jafnvel betri!

Hér má lesa um allar tilnefndu bækurnar.

INNskráning

Nýskráning