Norrænt

Bestu norrænu bækurnar

Þriðjudaginn 27. október verður haldin dagskrá um tilnefndar bækur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í kjallara Norræna hússins, kl. 9-12. Meðal annarra munu Håkon Øvreås og Øyvind Torseter, höfundur og myndskreytir Brúnars sem vann Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin 2014, fjalla um bók sína. Mál og menning gefur út Brúnar í þýðingu Gerðar Kristnýjar.

Seinna sama dag fer fram málþing um tilnefndar bækur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kl. 13-16.

Forlagshöfundar eru tilnefndir í báðum flokkum. Þórarinn Leifsson í flokki barna- og unglingabóka fyrir bókina Maðurinn sem hataði börn. Þorsteinn frá Hamri í flokki skáldverka fyrir Skessukatla.

Málþingin eru afar metnaðarfullt, en hingað koma fjölmargir norrænir rithöfundar til þess að taka þátt. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Málþingið fer fram á skandinavísku og ensku.

Frekari upplýsingar má finna hér og hér.

INNskráning

Nýskráning