Danski sakamálahöfundurinn Jussi Adler-Olsen fær í dag afhent bandarísku Barry verðlaunin við hátíðlega athöfn í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum. Verðlaunin hlýtur hann fyrir bókina The Keeper of Lost Causes, sem heitir Konan í búrinu í íslenskri þýðingu.
Barry verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu sakamálasöguna. Bókin kom úr í Bandaríkjunum fyrir ári síðan og komst á metsölulista The New York Times í sumar.
Konan í búrinu er fyrsta bókin sem kom út á íslensku eftir Jussi, næst komu Veiðimennirnir og nýjasta bókin Flöskuskeyti frá P kom út í ágúst síðastliðnum. Nú er verið að bíða eftir endurprentun á þeirri bók en hún hefur fengið frábærar viðtökur bæði gagnrýnenda og íslenskra lesenda.