Bókamessa

Barnabækur á Bókamessu

Helgina 21.-22 nóvember 2015 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fimmta sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, spjall um bækur, leikir og getraunir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur.

Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft.

Húsið er opið milli kl. 12:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

Eitt af því sem boðið verður upp á er glæsileg barnabókadagskrá í Borgarstjórnarsalnum á laugardag. Dagskráin er í tveimur hlutum:

Drekar, vinir og hrekkjusvín – sögustund fyrir alla krakka
laugardaginn 21. nóvember kl. 12:30–13:30
Sjö höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum fyrir börn á aldrinum þriggja til tólf ára:

Gunnar Helgason,
Sigrún Eldjárn,
Kristín Helga Gunnarsdóttir,
Bergljót Arnalds,
Jóna Valborg Árnadóttir,
Birgitta Haukdal og
Þorgrímur Þráinsson.

Allar nýjar barna- og unglingabækur Forlagsins verða til sýnis á staðnum og gestum býðst að taka þátt í getraun þar sem verðlaunin eru ný barnabók að eigin vali.

Draugar, skrímsli og furðuverur – hryllingsbókastund fyrir krakka sem ÞORA
laugardaginn 21. nóvember kl. 13:30–14:30
Sjö höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum fyrir lesendur á öllum aldri sem finnst gaman að finna hárin rísa í hnakkanum og hroll skríða niður eftir bakinu:

Gerður Kristný,
Hildur Knútsdóttir,
Kjartan Yngvi Björnsson & Snæbjörn Brynjarsson,
Ragnheiður Eyjólfsdóttir,
Gunnar Theodór Eggertsson og
Ævar Þór Benediktsson.

Allar nýjar barna- og unglingabækur Forlagsins verða til sýnis á staðnum og gestum býðst að taka þátt í getraun þar sem verðlaunin eru ný barnabók að eigin vali.

Sjáumst á Bókamessu í ráðhúsinu!

INNskráning

Nýskráning