Tvífari gerir sig heimakominn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 62 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 62 | 3.100 kr. |
Um bókina
Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.
Fyrr á árinu hlaut Anton Helgi Ljóðstaf Jóns úr Vör í annað sinn. Verðlaunaljóðið og annað ljóð sem komst í úrslit keppninnar er að finna í Tvífari gerir sig heimakominn.
Dagur í mollinu
Tilgangur lífsins klæðist aldrei jakkafötum
þegar hann fer að kaupa í matinn.
Hann mætir í gömlum pólóbol
og hnésíðum buxum.Tilgangur lífsins ýtir á undan sér innkaupakerrunni
berfættur í fótlaga sandölum
og allir sem vilja geta haft á því skoðun
hvort hann mætti fara oftar í fótsnyrtingu.Kona sér hann koma með pokana út á bílastæðið.
Hún hallar sér að eiginmanninum og spyr:
Svenni, getur þetta verið tilgangur lífsins?Svei mér þá, segir maðurinn og ræsir jeppann.
Þetta er tilgangur lífsins.
Hann er bara ekki í jakkafötum.
1 umsögn um Tvífari gerir sig heimakominn
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Einkunnarorð bókarinnar eru fengin úr bítlalaginu fræga um Eleanor Rigby og einsemd og eftirsjá tengjast augljóslega efni margra ljóðanna. Það er gleðiefni að Tvífarinn er kominn á kreik, hann er kíminn, samsettur úr margbrotinni þjóðarsál, virðist kannski meinlaus en getur verið skeinuhættur.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið