Ljóð af ættarmóti
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 90 | 2.325 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 90 | 2.325 kr. |
Um bókina
Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar heyrum við raddir fólks á ættarmóti, eins og nafnið bendir til. Það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist um af samviskubiti. Hér geta allir heyrt í sjálfum sér – þú líka.
Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég lærði á klukku fimm ára.
Síðan hef ég alltaf mætt á réttum tíma.Ég sinnti öllu sem ætlast var til af mér.
Stóð alltaf í skilum.
Var engum til ama.Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég sat af mér lífið í ágætu starfi.
Anton Helgi hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir ljóð sín, meðal annars Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóð af ættarmóti er fimmta ljóðabók hans.
4 umsagnir um Ljóð af ættarmóti
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Mér finnst þessi bók alveg óskaplega góð sending … [Anton Helgi] er fyndinn en líka djúpur … Ég mæli eindregið með þessari bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þessi bók er sannkallaður skemmtilestur, vel heppnuð karakterstúdía, og hér sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman … Tilgerðarlaus fyndni er best og þann leik fremur Anton Helgi af fullkomnu öryggi.“
Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það er ekki svo oft sem maður sér í íslenskri ljóðabók lagt upp með svona ákveðna gegnumgangandi hugmynd um stíl, mér finnst það virka vel og heildarmyndin verða flott og metnaðarfull … Efnið er í senn hversdagslegt og smátt, jafnvel lítilmótlegt, og mikilvægt og stórt, jafnvel tilvistarlegt. Ég hef gríðarlegt ofnæmi fyrir öllu sem kallað er íslenska þjóðin en í þessu ættarmótsformi lifnar samt við einhvers konar þjóð, samfélag með ákveðna drætti og rætur, hversdagslega sönn og fyrst og fremst mannleg.“
Kristín Svava Tómasdóttir / Miðjan.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er hollur skáldskapur. … Hér má víða hlæja en hláturinn er sprottinn af tragikómískum harmi trúðsins en ekki grodda gleðimannsins. Fín bók fyrir ferlega tíma.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn