Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2002 | - | 990 kr. |
Um bókina
Eins og vax geymir níu smásögur af fjölbreyttu sviði í tíma og rúmi: Miðevrópu á síðustu öld, Upsaströnd á 17. öld og íslenskum nútíma í byggð og borg. Skyggnst er inn í veröld eldhúsáhalda, sagt frá þrívíddartafli, bæ þar sem engir tveir tala sama mál, baráttu manns og hests og Vaxmyndasafninu, svo fátt eitt sé nefnt.
Þórarinn Eldjárn hefur um árabil verið meðal fremstu og fjölhæfustu rithöfunda þjóðarinnar og meistaratök hans á smásagnaforminu eru alkunn. Eins og vax sver sig í ætt við fyrri smásagnasöfn hans sem notið hafa mikilla vinsælda, enda fer þar jafnan saman skörp sýn á samfélagið og tilveruna, hárbeittur húmor og listilegur stíll. Ósvikin frásagnarlist.
1 umsögn um Eins og vax
Bjarni Guðmarsson –
„… skemmtileg lesning. Þórarinn er fundvís á sérkenni manna og kímilegt hátterni en jafnframt er hann skarpskyggn höfundur, agaður og vandvirkur. Á bak við gráglettnina býr oft djúp alvara og í texta hans er hvert orð dýrt.“
Skafti Þ. Halldórsson/Morgunblaðið