Ástin, drekinn og dauðinn

Ástin, drekinn og dauðinn á Akureyri

Amtsbókasafnið á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis bjóða Vilborgu Davíðsdóttur velkomna norður yfir heiðar með bók sína Ástin, drekinn og dauðinn.

Fimmtudaginn 28. maí segir Vilborg, í máli og myndum, frá bókinni og baráttunni við drekann, en svo nefndu þau heilakrabbamein eiginmanns hennar, Björgvins Ingimarssonar. Í bókinni lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn sem er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Erindið hefst kl. 16:30 og allir hjartanlega velkomnir!

INNskráning

Nýskráning