Arnaldur

Arnaldur á kínversku

Það er skammt stórra högga á milli hjá Arnaldi Indriðasyni en á dögunum var gerður stórsamningur um útgáfu á tíu bókum hans við forlagið Xinhua í Kína.

Bækurnar sem um ræðir eru Mýrin, Grafarþögn, Röddin, Kleifarvatn, Vetrarborgin, Harðskafi, Myrká, Svörtuloft, Furðustrandir og Reykjavíkurnætur. Allar munu þær koma út á næstu tveimur árum.

Stutt er síðan við sögðum frá því að Arnaldur hafi hlotið sérstaka heiðursviðurkenningu þegar Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 voru veitt. Auk hennar var hann á dögunum sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bókmenntir og sló í gegn í Bandaríkjunum þegar New York Times og Chicago Tribune fóru fögrum orðum um bækur hans.

Áfram Arnaldur!

INNskráning

Nýskráning