Konan í klefa 10
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 352 | 1.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 352 | 1.590 kr. |
Um bókina
Hvernig stöðvar maður morðingja sem enginn trúir að sé til?
Lo Blacklock, blaðakona sem skrifar fyrir ferðatímarit, hefur nýlega fengið besta verkefni lífs síns; vikuferð á lúxus-skemmtiferðaskipi með aðeins örfáum klefum. Himinninn er blár, hafið kyrrt og vingjarnlegu útvöldu gestirnir eru fullir kátínu þegar skemmtiferðaskipið Aurora hefur ferð sína í hinum stórfenglega Norðursjó um norsku firðina. Í fyrstu er dvöl Lo ekkert annað en ánægjuleg; klefarnir eru íburðarmiklir, matarboðin glæsileg og gestirnir áhugaverðir. En þegar líður á vikuna byrja ískaldir vindar að blása, himinninn gránar og Lo verður vitni að því sem hún getur aðeins lýst sem myrkri og hryllilegri martröð: Konu er fleygt fyrir borð. Vandamálið? Allir farþegarnir eru um borð svo skipið siglir áfram eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Lo til að sýna fram á að eitthvað (eða einhver) hafi farið hræðilega úrskeiðis.
Konan í klefa 10 er fyrsta skáldsagan sem kemur frá útgáfunni Bergmál. Bókin fór beint á metsölulista New York Times og kvikmynd er í undirbúningi. Bókinni er lýst sem blöndu af Konunni í lestinni og Agöthu Christie. Spenna frá upphafi til enda!