Jarðargæði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 272 | 11.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 272 | 11.190 kr. |
Um bókina
Þessi kennslubók er samin fyrir nemendur framhaldsskóla sem námsefni í jarðfræði, umhverfisfræði og almennu náttúrulæsi.
Bókin fjallar um þau tvö öfl sem stöðugt eigast við á yfirborði jarðar; innrænu öflin sem byggja upp þurrlendið og útrænu öflin sem rífa landið jafnóðum niður og færa efnið niður fyrir sjávarmál. Á fáum stöðum á jörðinni er þessi barátta eins augljós og hér á landi.
Í bókinni er einnig fjallað um nokkur þau gæði jarðarinnar sem lífskjör okkar byggjast á. Nýting jarðargæða getur hins vegar valdið spjöllum á umhverfinu og þar með rýrt möguleika okkar og komandi kynslóða á að lifa á jörðinni. Þessum þáttum eru gerð góð skil svo og ýmsum þeim aðferðum og leiðum sem farnar eru til að stemma stigu við þessum neikvæðu áhrifum á umhverfið. Þar kemur við sögu fjölgun ferðamanna ásamt hugmyndafræði sjálfbærrar ferðaþjónustu og sjálfbærrar nýtingar jarðargæða.