Kalíber verðlaunin, The Great Calibre Awards eru veitt árlega á stærstu glæpasagnaverðlaunahátíð í Evrópu, The International Mystery & Thriller Festival. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2004 í Wroclaw, Póllandi, og er gríðarlega vel sótt af bæði almenningi og fjölmiðlafólki.
Einn af aðalviðburðum hátíðarinnar ár hvert er verðlaunaafhending Kalíber verðlaunanna, The Great Calibre Award, þar sem einn pólskur höfundur er verðlaunaður ásamt einum erlendum höfundi. Í ár er það Arnaldur Indriðason sem hlýtur þennan heiður og tók hann við verðlaununum úr hendi Boris Akunin, hins virta rússneska glæpasagnahöfundar.
Kalíber verðlaunin eru ekki afhent fyrir einhverja staka bók heldur fyrir verk höfundar í heild sinni og ljóst að Arnaldur er vel að verðlaununum kominn.
Það er W.A.B. útáfan sem gefur verk Arnalds Indriðasonar út í Póllandi, í gegnum réttindaskrifstofu Forlagsins. Ljóst er að Pólverjar hafa heillast algjörlega af verkum Arnalds – en alls hafa yfir 100.000 eintök af bókum hans selst þar í landi.
Starfsfólk Forlagsins óskar Arnaldi innilega til hamingju með heiðurinn!
Myndir: The International Mystery & Thriller Festival