Arnaldur Indriðason og Lilja Sigurðardóttir tilnefnd til virtustu alþjóðlegu glæpasagnaverðlauna heims

Tvær íslenskar bækur, Skuggasund eftir Arnald Indriðason og Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur, eru tilnefndar til Gullna rýtingsins í flokki þýddra bóka (CWA International Dagger).  Gullrýtingurinn er verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda og eru talin eftirsóttustu alþjóðlegu glæpasagnaverðlaun heims.

Hér má sjá þá sem tilnefndir eru:

  • Zen and the Art of Murder – Oliver Bottini tr. Jamie Bulloch, MacLehose
  • The Shadow District – Arnaldur Indriðason tr. Victoria Cribb, Harvill Secker
  • Three Days and a Life – Pierre Lemaitre tr. Frank Wynne, MacLehose
  • After the Fire – Henning Mankell tr. Marlaine Delargy, Harvill Secker
  • The Frozen Woman – Jon Michelet tr. Don Bartlett, No Exit Press
  • Offering to the Storm – Dolores Redondo tr. Nick Caistor & Lorenza Garzía, HarperCollins
  • Three Minutes – Roslund & Hellström tr. Elizabeth Clark Wessel, Quercus/riverrun
  • Snare – Lilja Sigurdardóttir tr. Quentin Bates, Orenda
  • The Accordionist – Fred Vargas tr. Sian Reynolds, Harvill Secker
  • Can You Hear Me? – Elena Varvello tr. Alex Valente, Two Roads/John Murray

Victoria Cribb er þýðandi Skuggasunds og Quentin Bates  þýddi Gildruna.

Þess má geta að Arnaldur hlaut Gullna rýtinginn árið 2005 fyrir Grafarþögn.

INNskráning

Nýskráning