Dagar höfnunar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 191 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 191 | 1.190 kr. |
Um bókina
Dag nokkurn í apríl, skömmu eftir hádegismat, tilkynnti eiginmaðurinn mér að hann vildi skilja við mig.
Olga er tveggja barna móðir á fertugsaldri. Hún hafði séð fyrir sér feril sem rithöfundur en fórnaði þeim draumi fyrir hlutverk eiginkonu og móður. Þegar eiginmaðurinn gengur á dyr eftir fimmtán ára hjónaband upphefst æsileg atburðarás þar sem kona reynir að fóta sig í hyldýpinu sem opnast við höfnunina. Í ástarsorginni og örvæntingarfullri leit að skilningi á því hvað hefur gerst upplifir hún einhvers konar endurfæðingu og samskipti hennar við umheiminn taka stakkaskiptum.
Dagar höfnunar er að margra mati magnaðasta bók ítalska höfundarins Elenu Ferrante. Lýsingar hennar á sálarlífi og félagslegri stöðu konu á barmi örvæntingar eru sterkar, stundum svo átakanlegar að það verður broslegt, og stundum grátbroslegar.
Halla Kjartansdóttir þýðir.
1 umsögn um Dagar höfnunar
Elín Pálsdóttir –
„Sagan er hamslaus en elegant, hnífskörp en blíð. Bók sem þú getur lesið á einni kvöldstund en mun lifa með þér alla tíð.“
The Literary Hub