Sagan af klaustrinu á Skriðu

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 375 4.190 kr.

Sagan af klaustrinu á Skriðu

4.190 kr.

Sagan af klaustrinu á Skriðu
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 375 4.190 kr.

Um bókina

Í bókinni Sagan af klaustrinu á Skriðu fjallar dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur um uppgröftinn sem hún stýrði á Skriðu, eina viðamestu fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í um árabil á Íslandi. Á daginn kom að Skriða var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heitum bænum, heldur einnig skjól hinna sjúku og dauðvona. Í bókinni er saga staðarins rakin, sagt frá leitinni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum uppgraftarins.

Í verkinu eru yfir 150 ljósmyndir, kort og teikningar. Steinunn Kristjánsdóttir segir frá klaustrinu og uppgreftinum á fjörugan og skemmtilegan hátt, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Fyrir lesendum opnast heimur trúar og valds, lífs og dauða.

Sagan af klaustrinu á Skriðu hlaut einróma lof gagnrýnenda og hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka árið 2012. Fyrir bókina var Steinunn Kristjánsdóttir einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning