Saga Borgarness I & II
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Pakkar | 2017 | 409:488 | 13.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Pakkar | 2017 | 409:488 | 13.990 kr. |
Um bókina
Þann 22. mars 2017 voru 150 ár síðan Borgarnes fékk verslunarréttindi. Í tilefni afmælisins stóð sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir ritun á Sögu Borgarness. Egill Ólafsson, blaðamaður og sagnfræðingur hóf ritun verksins í ársbyrjun 2014. Við andlát Egils í ársbyrjun árið 2015 var Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur ráðinn til að taka við verkinu og ljúka því.
Saga Borgarness er tveggja binda verk; „Byggðin við Brákarpoll“ og „Bærinn við brúna“.
Sagan telur nær 1000 blaðsíður með á sjötta hundrað mynda. Sagan er rituð í læsilegum og léttum frásagnarstíl þar sem komið er inn á flest það sem hæst hefur borið í 150 ára sögu samfélagsins.
Nefna má sem dæmi atvinnumál, sveitarstjórnarmál, menningarmál, verslun og viðskipti, skólamál, íþróttir, samgöngur, vaxtarskeið og varnarbaráttu og þannig mætti áfram telja.