Af bestu lyst 4
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 101 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 101 | 3.690 kr. |
Um bókina
Af bestu lyst 4 hefur að geyma fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum eins og fyrri bækur í sama flokki. Hér er ekki síst tekið mið af börnum og barnafjölskyldum og megináhersla lögð á spennandi mat sem er í senn góður á bragðið og góður fyrir heilsuna, budduna og umhverfið.
Í bókinni eru nýstárlegar uppskriftir í bland við hollar útgáfur af hefðbundnum réttum en allar eiga þær það sameiginlegt að vera einfaldar og notadrjúgar, auk þess sem farið er eftir nýjustu ráðleggingum um mataræði. Með uppskriftunum fylgja leiðbeiningar um hvernig megi laga þær að þörfum mjög ungra barna þegar við á.
Heiða Björg Hilmisdóttir, næringarrekstrarfræðingur og deildarstjóri eldhúsa Landspítalans, samdi uppskriftirnar í samráði við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis, sem standa að útgáfu bókarinnar. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur ritar inngang að bókinni.
Bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis.
1 umsögn um Af bestu lyst 4
Elín Pálsdóttir –
„… þessi bók er sérstaklega sniðin að börnum og barnafjölskyldum, þótt hún gagnist vitanlega öllum … Þegar allt er talið þá er þessi bók til fyrirmyndar sem matreiðslubók. Myndir eru litlar, en góðar, og auðvelt að fylgja uppskriftunum. Það er líka mjög gagnlegt að hafa neðanmálsgreinar sem snúa að því hvernig best sé að laga viðkomandi rétt að börnum sem eru innan við ársgömul.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið