D-vítamínbyltingin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 192 | 2.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 192 | 2.690 kr. |
Um bókina
Bylting er í þann mund að eiga sér stað í læknavísindum. Hún er afrakstur nýrra rannsókna á því hvernig D-vítamín bætir heilsu okkar og eykur langlífi. Dr. Soram Khalsa fjallar í bók sinni um mátt þessa sólskinsvítamíns sem okkur íbúa á norðurhjaranum skortir svo mjög. Hér er á ferðinni er grundvallarrit fyrir alla sem huga vilja að heilsu sinni og sinna nánustu.
Tímamótarannsóknir hafa sýnt fram á samband D-vítamínskorts við sautján afbrigði af krabbameini, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aðrir kvillar svo sem flensa, sykursýki, MS og hafa einnig verið tengdir við D-vítamínskort.
Fæstir gerir ráð fyrir því að þjást af D-vítamínskorti en íslenskar rannsóknir hafa sýnt að við fáum allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr okkar fæðu – styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum.
Dr. Khalsa er þekktur sem framsækinn læknir sem blandar saman hefðbundnum vestrænum læknisaðferðum við aldagamlar aðferðir austrænna lækninga, s.s. nálastungur, jurtalækningar og jóga.
Bergsteinn Sigurðsson þýddi.
4 umsagnir um D-vítamínbyltingin
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Sneisafull af fróðleik um hið öfluga (en ódýra) „undravítamín“ … boðskapur dr. Soram er það sem koma skal í læknisfræði, þar sem áhersla verður lögð á forvarnir og samþættingu þess besta úr hefðbundnum vestrænum lækningum og óhefðbundnum lækningnum.“
Arianna Huffington, stofnandi The Huffington Post
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„D-vítamínbyltingin er afar mikilvæg bók … allir ættu að lesa og hagnýta sér þessar upplýsingar. Það gæti bjargað lífi þínu!“
Christiane Northrup læknir, höfundur Women‘s Bodies, Women‘s Wisdom
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Aðgengileg lesning og upplýsingar fyrir alla þá sem vilja skilja hinn mikilvæga þátt mataræðis og næringar í að halda góðri heilsu.“
María Ólafsdóttir heimilislæknir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Skyldulesning fyrir alla sem áhuga hafa á heilsufræðum.“
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi