[fusion_builder_container hundred_percent=“no“ equal_height_columns=“no“ menu_anchor=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“center center“ background_repeat=“no-repeat“ fade=“no“ background_parallax=“none“ enable_mobile=“no“ parallax_speed=“0.3″ video_mp4=““ video_webm=““ video_ogv=““ video_url=““ video_aspect_ratio=“16:9″ video_loop=“yes“ video_mute=“yes“ video_preview_image=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ margin_top=““ margin_bottom=““ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ layout=“1_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_imageframe image_id=“83557″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2017/10/astrid.jpg[/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ layout=“2_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_text]
Birtur hefur verið listi yfir þau sem tilnefnd eru til alþjóðlegu Alma-verðlaunanna, bókmenntaverðlauna sem stofnuð voru í minningu Astridar Lindgren. Fulltrúar Íslands eru þrír að þessu sinni: Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir texta og myndskreytingar, Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir texta og Ævar Þór Benediktsson fyrir lestrarhvetjandi verkefna.
Alma-verðlaunin eru á forræði Statens kulturråd í Svíþjóð og eru veitt árlega. Verðlaunaféð nemur fimm milljónum sænskra króna, eða 65 milljónum íslenskra króna, sem fallið geta í skaut höfundar, teiknara, sagnaþular eða einstaklings eða samtaka sem hvetja börn til lesturs. Markmið verðlaunanna er að auka veg barnabóka um víða veröld, með þá trú Astridar Lindgren að leiðarljósi að barnabókin stuðli að skilningi milli manna og menningarheima, ýti undir lýðræði og gagnsæi, og styrki stöðu barna. Það er von aðstandenda verðlaunanna að athyglin sem þau njóta leiði til þess að fleiri barnabækur verði þýddar þannig að börn um allan heim hafi aðgang að bókmenntum í hæsta gæðaflokki.
Tólf manna hópur velur verðlaunahafa hvers árs úr hópi tilnefninga sem kallað er eftir frá sérfræðingum um allan heim. Þeir sem mega tilnefna fyrir Íslands hönd eru Rithöfundasamband Íslands, Félag íslenskra teiknara, Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða og Ibby á Íslandi. Lista yfir allar tilnefningar má finna á heimasíðu verðlaunanna, www.alma.se. Verðlaunin verða veitt í Stokkhólmi um mánaðamótin maí-júní, þegar aðstandendur verðlaunanna segja að Svíþjóð skarti sínu fegursta.
Öll þau sem tilnefnd eru af Íslands hálfu eru að senda frá sér bók um þessar mundir, út er komin Skrímsli í vanda, níunda bókin um stóra skrímslið og litla skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur og tvo samstarfshöfunda hennar, og í næsta mánuði koma út Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, átakanleg saga um ungling sem neyðist til að flýja stríðshrjáða heimaborg sína í Sýrlandi, og Þitt eigið ævintýri, fjórða bókin í „Þín eigin“-bókaflokki Ævars Þórs Benediktssonar þar sem brugðið er á leik með þekkt ævintýraminni. Forlagið óskar öllum tilnefndu höfundunum innilega til hamingju og bíður spennt eftir niðurstöðu tólfmenninganna í Stokkhólmi.
[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]