Hér liggur skáld
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 164 | 2.995 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 164 | 2.995 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Á hverju kvöldi þegar Hallbjörn sauðamaður leggst til svefns í yfirsetunni hugsar hann um kvæðið sem hann vill yrkja; það fjallar um Þorleif jarlsskáld sem sagan segir að hvíli þar undir sem sauðamaður sefur. „Hér liggur skáld,“ byrjar hann en kemst ekki lengra með kvæðið fyrr en Þorleifur hleypur sjálfur undir bagga – í draumi, því að hann hefur legið dauður í haugi sínum í tvö hundruð ár.
„Sagan segir“ – ja, hvað segir sagan? Af Þorleifi og ættingjum hans í Svarfaðardal eru fornar sagnir um harðvítug átök höfðingjanna í dalnum, fyrirboða og forynjur, afdrifaríka kaupferð til Noregs, grimmd og dráp, kynngimagnaðan hefndarkveðskap og ómennskt víg á Þingvöllum.
Þórarinn Eldjárn segir hér og semur örlagasögu Þorleifs; fléttar saman, prjónar við og fyllir í eyður svo að úr verður þétt og áhrifarík frásögn af hógværu skáldi sem skorast ekki undan knýjandi verkefni: að bjóða illskunni birginn.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
6 umsagnir um Hér liggur skáld
Bjarni Guðmarsson –
„Þórarinn Eldjárn er með fágæta skáldagáfu og segir sögu í texta eða ljóðum sem unun er að lesa … beinlínis uppbyggjandi fyrir líkama og sál að lesa bókina. Ef eitthvað er hæft í því að hlátur lengi lífið bætir lesandinn ábyggilega við sig nokkrum æviárum.“
svarfdælasysl.com
Bjarni Guðmarsson –
„Sagan er stutt og auðlæsileg … lítið er um samtöl og þau eru meitluð. Kvæðin sem fylgja upphafi hvers kafla eru frábærlega skemmtileg. Stíllinn er forn og nýr í senn, fallegur og rennur vel. Skáldið steinliggur. Og húmorinn er alls ráðandi.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir/wordpress.com
Bjarni Guðmarsson –
„Hann er með eindæmum orðheppinn og flinkur orðasmiður … óheyrilega fyndinn … gríðarlega vel gert og fallegt …Margir kaflar hreint út sagt stórkostlegir.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir/Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„… hvernig hann tekur þessi gömlu sagnaminni og leikur sér að þeim, það er bara rosalega fyndið … algerlega óborganlegt.“
Egill Helgason/Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Textinn er ákaflega vandaður, það er mikill húmor í frásögninni og enn fremur gróteskar lýsingar. … Allt sem prýða má góða Íslendingasögu og ég leyfi mér að fullyrða að sagnanördar munu falla í stafi yfir þessari bók. … Áhrifamikil og blóðug …“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir/Fréttablaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Hann er trúr hinum fornu sögum en hikar um leið ekki við að nota þær sem breytanlegan efnivið til að skapa úr þessa knöppu en áhugaverðu og stórskemmtilegu frásögn um hetjur, ástir og örlög, þar sem ljóð og skáldskapur eru í senn drifkraftur sögunnar og örlagavaldur persónanna. … Á grunni hinna fornu sagna hefur Þórarinn sett saman vel lukkaða og skemmtilega sögu, um skrautlegt upphaf byggðar í Svarfaðardal og mátt skáldskaparins.“
Einar Falur Ingólfsson/Morgunblaðið