Þá er ástæða til að hlæja – Æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 423 | 6.990 kr. |
Þá er ástæða til að hlæja – Æviminningar Halldórs Haraldssonar píanóleikara
6.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 423 | 6.990 kr. |
Um bókina
Halldór Haraldsson er landskunnur píanóleikari. Hann hefur haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis, verið kennari, yfirkennari og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, og einnig kennt við Listaháskóla Íslands. Þá hefur hann verið mjög virkur í félagsmálum tónlistarmanna og verið formaður ýmissa félaga á því sviði. Auk þessa hefur hann haft áhuga á heimspekilegum og andlegum málum, verið félagi í Lífspekifélagi Íslands og haldið þar marga fyrirlestra. Hann var forseti Íslandsdeildar félagsins um árabil.
Jónas Sen, píanóleikari, og Halldór hafa þekkst í fjöldamörg ár. Tónlist og andleg fræði hafa verið sameiginleg áhugamál þeirra. Jónas segir í formála bókarinnar að tónlistin sé „góður vettvangur fyrir andlegar pælingar“. Bókin er full af slíkum vangaveltum, þar mætast á óvæntan hátt veröld hins ósýnilega og heimur tónlistarinnar.
Ekki síður áberandi er frásögn af prakkarastrikum Halldórs í æsku og hættulegum áhugamálum hans, sem eru oft sprenghlægileg.
Konsertferill Halldórs er rakinn allnáið, kennslan og kennsluaðferðir, svo og þátttaka hans í félagsmálum. Halldór hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Árið 1988 hlaut hann nafnbótina Associate of the Royal Academy of Music, 2003 var hann kjörinn heiðursfélagi Félags íslenskra tónlistarmanna og var sama ár sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.