SPDK

„Skáld sem hefur allt á valdi sínu.“

[fusion_builder_container hundred_percent=“no“ equal_height_columns=“no“ menu_anchor=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“center center“ background_repeat=“no-repeat“ fade=“no“ background_parallax=“none“ enable_mobile=“no“ parallax_speed=“0.3″ video_mp4=““ video_webm=““ video_ogv=““ video_url=““ video_aspect_ratio=“16:9″ video_loop=“yes“ video_mute=“yes“ video_preview_image=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ margin_top=““ margin_bottom=““ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ layout=“1_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_imageframe image_id=“77933″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2015/10/Mynd-af-Sigurði-við-dóminn-í-Politiken.png[/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ layout=“2_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_text]

Úrval ljóða eftir Sigurð Pálsson er komið út í Danmörku undir titlinum Mit hus. Þýðandi er hinn margverðlaunaði Erik Skyum-Nielsen. Bókin hefur hlotið mikið lof og gagnrýnandi Politiken, Thomas Bredsdorff, gefur henni fimm hjörtu af sex mögulegum. Vandkunsten gefur út.

Úrvalið hefur að geyma ljóð úr fimmtán bókum Sigurðar sem út komu á árunum 1975 til 2012. „Hér er skáld sem hefur allt á valdi sínu“ segir Thomas Bredsdorff og kveður ljóð Sigurðar „svar ljóðlistarinnar við Goldberg-tilbrigðum Bachs eða etýðum Czernys.“ Framlag Erik Skyum-Nielsen er ennfremur lofað: „Þar fer helsti sérfræðingur Danmerkur í íslenskum nútímabókmenntum … [hann] hefur ekki aðeins þýtt heldur einnig valið ljóðin í bókina úr þeim fimmtán ljóðasöfnum sem eru æviverk Sigurðar Pálssonar, og sem hefur að auki skrifað vandaðan eftirmála.“

Gagnrýnandi Politiken greinir sömuleiðis séríslensk einkenni ljóðannna: „Hið séríslenska við þessi ljóð er hæfileiki þeirra til að ferðast óhindrað fram og til baka um tímann. Ef tilfinning mín reynist rétt þá held ég að þetta megi rekja til fornsagnanna. Bókmenntasaga Íslendinga hefst á heimsbókmenntum, sem tilheyra miðöldum en eru jafn aðgengilegar okkur nútímamönnunum eins og að þær hefðu verið skrifaðar í gær.“

Með dómnum fylgir teikning Anne-Marie Steen Petersen af Sigurði.

Hér má lesa dóminn í heild sinni:

♥♥♥♥♥

Fimm hjörtu: Æviverk íslensks skálds býður lesandann velkominn í hús sitt

Við erum „timbruð í byrjun vikunnar / eins og nýbaðaðir kettir“ og ættjarðarljóðin eru söguð út í krossvið. Erik Skyum-Nielsen hefur valið og þýtt úrval ljóða úr æviverki Sigurðar Pálssonar sem á eitt ár í sjötugt.

Hér er skáld sem hefur allt á valdi sínu. Löng ljóð og stutt, gömul ljóðform og ný, nokkurs konar hexameter til nokkurs konar haiku, og hið einstaka vald á tungumálinu veldur því að ljóðin öðlast líf.

Ég held að hann sé ekki með neitt sérstakt á heilanum. Ekki einu sinni ástina sem er drifkraftur margra skálda – og sem gerir vond ljóð hræðilega væmin.

Ljóð Sigurðar Pálssonar einkennast af einstaklega óvæntum myndlíkingum og miklum fjölbreytileika. Ef maður tekur stórt upp í sig þá mætti segja að þau væru svar ljóðlistarinnar við Goldberg-tilbrigðum Bachs eða etýðum Czernys. Bókin hefst á stórbrotinni línu sem minnir á ljóðform Hómers: „Ég fikra mig eins og sól inn í vitund dagsins“. Hin rósfingraða morgungyðja er þannig skáldið sjálft, Trójuborg ljóðsins Reykjavikur vaskurinn sen þ mg f sþeru hversdagslegar götur  Reykjavíkur, og óvinurinn er einmanaleiki og mánudagstimburmenn sem reyndar eru „eins og nýbaðaðir kettir“.

Þessi myndlíking er tvíbent lítil perla; kettir eru vinalegir en þá á helst ekki að baða. Og það þrátt fyrir að þvotturinn sé nýafstaðinn, sem gæti þó bætt úr skák.

Skáldið sem um ræðir býr yfir „löngun til reiprennandi tjáningar“, einkum í myndmáli sínu. Skáld, sem líkt og djasstónlistarmenn á það til að „hella tónolíu á eldinn“.

Sigurður Pálsson kann líka að segja sögur. Við lesum ævintýri um heimsþing demantanna. Eðalsteinunum hefur skilist að harka þeirra er tilkomin vegna mikils þrýstings og þeir eru í sannleika sagt orðnir svo þreyttir á þessu að þeir senda frá sér ályktun þar sem þeir ákveða að verða mjúkir, þótt þeim sé ljóst að það geti valdið því „að við lekum úr höfuðdjásnum/ niður í hárið á drottningum“. – og þarna fer skáldið aftur í flug í myndlíkingum – „eins og gamalt sæði / úr löngu dauðum hermönnum“.

Besta sagan í frásagnarljóðum Sigurðar Pálssonar fjallar um handavinnuverkefni á einu skólaári. Tungumálið er einkar hversdagslegt: „Fyrsta verkefnið sem ég valdi í handavinnu þetta haust var að saga út Ísland úr krossviði.“ Litli barnaskóladrengurinn teiknar útlínurnar sem hann sagar eftir með hjálp landakorts og kalkipappírs: „Ég braut fyrsta sagarblaðið strax í Gilsfirði“ og þannig lifnar margur staðurinn á strandlengjunni við. Vinir horfa á Íslandskortið, horfa þannig að það gleymist aldrei. Ættjarðarljóðin öðlast á hjóðlátan hátt nýtt líf með sög.

Hið séríslenska við þessi ljóð er hæfileiki þeirra til að ferðast óhindrað fram og til baka um tímann. Ef tilfinning mín reynist rétt þá held ég að þetta megi rekja til fornsagnanna. Bókmenntasaga Íslendinga hefst á heimsbókmenntum, sem tilheyra miðöldum en eru jafn aðgengilegar okkur nútímamönnunum eins og að þær hefðu verið skrifaðar í gær.

‚Höfundur Njálu‘ er heitið á einu ljóða Sigurðar. Það lýsir verðandi skáldi sem kemur gangandi yfir túnið, lítur til fjalls sem heitir ekki neitt, og gefur því nafn. Þannig virka einföldustu og göfugustu verkin: eins og nafngjöf. Að yrkja er að segja hlutina eins og þeir eru. Eða aðeins nákvæmar í öðru ljóði sem á trúlega að fjalla um Íslendingasögurnar: „Fléttaðar sagnir / um sviðsetta fortíð / í jafnvægislausri nútíð“.

Reyndar er mestu snilldina í þessu verki að finna í minnstu ljóðunum.

„Tunglið er á leiðinni“, borgin er „nokkuð við tungl“.

Eða ljóð um vorkvöld í Reykjavík þar sem innihaldið er þetta þrennt: dagblað, skip, köttur. Sannkallað meistarastykki, reynið sjálf að semja ljóð úr þessum efniviði. Og lítið síðan á hvað Íslendingurinn gerir:

„Blaðasalinn æpir fyrirsagnir / Skip blæs til brottfarar“. Þá er búið að setja tvennt sem ramma um fyrri helming og ljóðið endar á því að sú tvennd hverfur smám saman: „Fyrirsagnir fölna / Skipið fjarlægist“. Innan rammans vex hins vegar köttur. Hann er kettlingafullur, eða eins og stendur í ljóðinu „Innan í honum aðrir kettir“. Sem eiga jú níu líf hver eins og læðan. Þannig verða til ótal kettir en engin skip eða dagblöð.

Þegar allt birtist lesandanum svona heilsteypt þá hlýtur það að vera ritstjóranum að þakka. Þar fer helsti sérfræðingur Danmerkur í íslenskum nútímabókmenntum, Erik Skyum-Nielsen, sem hefur ekki aðeins þýtt heldur einnig valið ljóðin í bókina úr þeim fimmtán ljóðasöfnum sem eru æviverk Sigurðar Pálssonar, og sem hefur að auki skrifað vandaðan eftirmála.

Titilinn á dönsku, ’Mit hus’, hefur Skyum sótt í eitt ljóðanna, það íbyggnasta. Upphafslínur ljóðsins eru „Það vantar næstum ekki neitt / á húsið mitt“. Það vantar bara reykháfinn, veggina, gluggana og dyrnar. Þar geta allir fengið sér sæti, brotið brauðið, notið vínsins, dáðst að myndunum. Allir eru velkomnir inn: „Gjörið svo vel / gangið inn um dyrnar / eða gluggana / ef ekki bara veggina.“

Eins og þetta hús býður bókin lesandann velkominn.

 

SIGURÐUR PÁLSSON

Íslenskur rithöfundur, fæddur 1948. Árin 1968-73 lagði hann stund á leiklistar- og bókmenntafræði við Sorbonne-háskóla í París. Leikskáld, prósahöfundur og þýðandi úr frönsku en undanfarin 45 ár fyrst og fremst ljóðskáld. Kímni, háð, næmni og mikið hugmyndaflug eru helstu einkenni ljóða hans. Kemur nú í fyrsta sinn út á dönsku.

Sigurður Pálsson: Mit hus. Úrval ljóða í þýðingu Eriks Skyum-Nielsen. Vandkunsten. 120 bls., 249 kr.

Thomas Bredsdorff, gagnrýnandi Politiken

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning