Mjólk í mat

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 220 5.190 kr.
spinner

Mjólk í mat

5.190 kr.

Mjólk í mat
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 220 5.190 kr.
spinner

Um bókina

Mjólk í mat er 23. bók höfundar, Þórðar Tómassonar. Hér er á ferðinni alhliða fræðirit um mjólkurvinnslu gamla bændasamfélagsins. Listin að koma ull í fat og mjólk í mat var undirstaða mannlífs á Íslandi allt frá upphafi byggðar. Hún var mælikvarði á manngildi.

Svo segir í upphafsorðum bókarinnar en hér er gerð ítarleg grein fyrir verkmenningu og þjóðháttum sem tengjast mjólkuriðnaði gamla bændasamfélagsins. Höfundur segist sjálfur vera að greiða upp í skuld sína við þá kynslóð sem lagði honum gull í lófa með fræðslu um líf forfeðra og formæðra. Um leið er verk Þórðar skuldalúkning allrar þjóðarinnar við hina fornu þjóðmenningu og gullfótur undir framtíð mjólkuriðnaðar á Íslandi.

Safnvörðurinn og rithöfundurinn Þórður í Skógum hefur lagt stund á rannsóknir í þjóðfræði um áratuga skeið og leitar víða fanga í þessu nýjasta riti sem kemur út, nú þegar höfundur er hálftíræður. Heimildamenn Þórðar eru af öllu landinu. Minni þeirra og frásagnarsvið ná vítt og allt aftur á þriðja aldarfjórðung 19. aldar. Bókina prýða frásagnir af körlum og kerlingum gamla bændasamfélagsins og fyrr en varði situr lesandinn í dimmu og hlýju fjósi og heyrir þegar spenvolg bunan fyllir skjólu hinnar íslensku mjaltakonu.

Brooks Walker ljósmyndari og fjölmargir aðrir myndasmiðir hafa léð bókarhöfundi krafta sína Þá hafa óformleg samtök hollvina Þórðar Tómassonar og fjárframlag frá Mjólkursamsölunni tryggt framgang verksins.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning