Andlit norðursins

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 412 17.490 kr.
spinner

Andlit norðursins

17.490 kr.

Andlit norðursins
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 412 17.490 kr.
spinner

Um bókina

Andlit norðursins er einstakt stórvirki úr smiðju Ragnars Axelssonar og á sér enga hliðstæðu í útgáfusögu Íslendinga. Ragnar skyggnist um í myndasafni sínu og rýnir í dagbækur frá ferðum sínum undanfarna áratugi. Afraksturinn er algerlega ný útgáfa Andlita norðursins.

Sögurnar á bak við myndirnar, bæði skondnar og sorglegar, eru raktar og sýndar eru áður óbirtar ljósmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Hér skyggnist Ragnar yfir ævistarf sitt sem ljósmyndara og leggur fram fyrir áhorfandann sitt mikla verkefni: Að skrá líf og störf íbúa norðurslóða og þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi þeirra og samfélagi.

Ragnar Axelsson (1958) fór strax að taka ljósmyndir á unga aldri. Hann lærði ljósmyndun hjá Ingibjörgu Kaldal og varð fastráðinn ljósmyndara hjá Morgunblaðinu aðeins 18 ára að aldri. Með tímanum þróaði hann myndmál sitt sem heimilda- og landslagsljósmyndari og um miðjan níunda áratug síðustu aldar tók hann að vinna að skrásetningarverkefni sem seinna myndaði uppistöðuna í bókum hans um norðurslóðir: Andlit norðursins (2004 / 2016), Veiðimenn norðursins (2010) og Fjallaland (2013).

Ljósmyndir hans tóku einnig að birtast í alþjóðlegum prentmiðlum, svo sem LIFE, Time, GEO, El País, Newsweek, Stern, Polka og ótal fagtímaritum. Frá aldamótum má heita að ljósmyndir hans séu stöðugt sýndar einhvers staðar í heiminum og stórar sýningar á myndum hans hafa ferðast um Evrópu á undanförnum árum. Ragnar hefur hlotið margháttaðan heiður fyrir verk sín, svo sem fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins, ýmis verðlaun Blaðamannafélags Íslands, útflutningsverðlaun Íslandsstofu, Oscar Barnack verðlaun myndavélaframleiðandans Leica og fleiri viðurkenningar.

Verk hans hafa verið valin í hóp bestu ljósmynda allra tíma í ritröðinni Photo Poche og á sýningunni The Photographer. Árið 2011 var frumsýnd heimildamynd um Ragnar í leikstjórn Magnúsar Viðars Sigurðssonar, sem framleidd var af Saga Film í félagi við BBC, ARTE, PBS og norrænu ríkisstjónvarpsstöðvarnar.

Formáli: Mary Ellen Mark
Hönnun: Einar Geir Ingvarsson
Prentun: Faenza Industrie Grafiche, Ítalía
238 ljósmyndir, prentaðar í þrílit

Tengdar bækur

12.390 kr.
Arctic Heroes
14.990 kr.
Hetjur Norðurslóða
14.990 kr.
Faces of the north
4.990 kr.
Glacier - Ragnar Axelsson
14.990 kr.
Jökull - Ragnar Axelsson
14.990 kr.
Faces of the North
17.490 kr.
2.590 kr.
Behind the mountains - Ragnar Axelsson
4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning