Rusladrekinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 24 | 3.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 24 | 3.890 kr. |
Um bókina
Bergljót Arnalds er einn af okkar vinsælustu barnabókahöfundum og hefur skrifað fjölda metsölubóka, þar á meðal Talnapúkann, sögurnar um Gralla gorm og Stafakarlana. Bergljót er leikkona og hefur kennt börnum bæði leiklist og íslensku. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar, þar á meðal AUÐAR-verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun.
Rusladrekinn fjallar um agnarponsu pínulítið skrímsli sem lifnar við í lítilli tjörn og langar til að gleypa allan heiminn.
Söguna samdi Bergljót fyrir dóttur sína sem vildi ólm fá að heyra hana aftur og aftur. Jón H. Marinósson skreytir söguna litríkum teikningum þar sem smáatriði fá að njóta sín.
Í Rusladrekanum tvinnast spenna, ímyndunarafl og mikilvægur boðskapur saman í kitlandi skemmtilega sögu.
„Þörf bók … skemmtilegur texti … skemmtilegar myndir … gott uppeldistæki“
Auður Haralds / Virkir morgnar