Mamúska: saga um mína pólsku ömmu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 220 | 4.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 220 | 4.990 kr. |
Um bókina
Hlýleg og skemmtileg frásögn af óvenjulegri vináttu manns frá Íslandi og gamallar konu úr miðri Evrópu.
Hún var fædd í rússneska keisaradæminu og ólst upp á sveitabýli við kröpp kjör. Síðar fluttist hún til Vilníus, atti kappi við fegurstu konu heims um einn ríkasta piparsveininn á svæðinu og flúði með honum til Frankfurt í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldar. Þar opnaði hún veitingastaðinn sinn og eldaði ævintýralega rétti. Hróðurinn af stórkostlegum veislum hennar barst víða og dró að sér gesti, fræga sem ófræga.
Halldór Guðmundsson fór um árabil til Frankfurt á bókasýningu og heimsótti alltaf Mamúsku á veitingastaðinn hennar. Þau urðu góðir vinir og hún bauðst til að gerast amma hans. Hann vildi heldur fá að skrásetja viðburðaríka ævi hennar. En það getur reynst þrautin þyngri að skrifa ævisögu konu sem alltaf hefur viljað ráða því sjálf hvað er á matseðlinum …
Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Halldórs Laxness.
4 umsagnir um Mamúska: saga um mína pólsku ömmu
Kristrun Hauksdottir –
„Halldór er lipur penni og frásögnin leikur í höndunum á honum. Hann á auðvelt með að draga fram myndir af viðfangsefninu og lýsir hinni sérlunduðu Mamúsku, klæðaburði hennar, skapsveiflum, kenjum og sjarma af mikilli væntumþykju … Mamúska er bráðskemmtileg frá- sögn af konu, sem vakti athygli hvar sem hún fór …“
Karl Blöndal / Morgunblaðið
Kristrun Hauksdottir –
„Mamúska er hörkubók sem kom mér í opna skjöldu … Það er miðevrópsk tilvistarangist yfir bókinni, sem skapar „feel-good“ stemningu og maður verður léttari og mýkri í sálinni við lesturinn. Stíllinn er leikandi léttur, hunangskenndur á köflum en þó agaður. Svona bók á að lesa frá orði til orðs.“
Össur Skarphéðinsson / DV
Kristrun Hauksdottir –
„Skemmtileg ævisaga merkrar konu … Halldór leysir þetta listilega. Fer með lesandann í ferðalag um æskuslóðir hennar og blóði drifna sögu Evrópu. Tengir saman persónulega sögu merkrar alþýðukonu, baráttu stórþjóða, sögu stétta og margt fleira sem veitir lesandanum innsýn í veröld sem var.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið
Kristrun Hauksdottir –
„Mamúska var gríðarlega sterkur og sérstakur persónuleiki og birtist ljóslifandi á síðum bókarinnar. Með þeim Halldóri tókst falleg og sérstök vinátta sem höfundurinn lýsir einkar eftirminnilega.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / DV