Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Kátt skinn (og gloría)
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 81 | 3.520 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 81 | 3.520 kr. |
Um bókina
Dýrmæddir klárarnir í gerðinu
Ynni
ég þér
yfirleitt
yxu þykkri sneiðar
um bein mín
og safar byltust í hvítu leðri
bei bí
en hér er
frost um nætur
snautt af draumum
Sigurbjörg Þrastardóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Sólar sögu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðsöguna Blysfarir. Kátt skinn (og gloría) er áttunda ljóðabók hennar.
2 umsagnir um Kátt skinn (og gloría)
Bjarni Guðmarsson –
„Stundum er talað um upprennandi skáld og vonarstjörnur og allt átti þetta við Sigurbjörgu fyrir nokkrum árum. Núna finnst mér ég hins vegar vera að fylgjast með stórum höfundi breiða út vængina og ég lofa ykkur, hlustendur góðir, og ég skal meira að segja veðja við ykkur, að þegar við sjáumst öll aftur eftir tíu ár verður rætt um eitt ljóðskáld sem miðjuna í bókmenntakerfinu, eða allavega þeim hluta þess sem lýtur að ljóðinu og það verður Sigurbjörg.“
Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er líka vel lukkað verk; heildsteypt og marglaga, og hefur skáldið sjaldan eða aldrei verið í viðlíka leiftrandi stuði í bókum sínum. Rödd ljóðanna er í senn einlæg og kátleg, djúp og margræð.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið