Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 4.140 kr. |
Um bókina
Kristín Eiríksdóttir hefur verið mjög afkastamikil á stuttum ferli sínum, sent frá sér þrjár ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsögu og þrjú leikrit. Kristín er að auki menntaður myndlistarmaður og hefur unnið ljóðin og myndirnar hér sem eina heild svo að úr verður óvenju heilsteypt og beinskeytt listaverk um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi.
4 umsagnir um KOK
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„[Kok] er svo falleg og góð … dásemd fyrir unnendur ljóða og fallegra gripa … Verulega góð! Fögur.“
Auður Haraldsdóttir / Virkir morgnar
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Kok er mjög rytmísk bók og því kjörin til að lesa upphátt. Hún er falleg afskaplega berskjaldaðan hátt en að sama skapi, andstöðu við yfirvegaðan textann, er efniviður hennar ofsafenginn og erfiður … Kristín Eiríksdóttir hefur gefið okkur ögrandi bók, fallega en sorglega, sem vonandi mun verða okkur umhugsunarefni mörg ár enn.“
Arngrímur Vídalín / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„KOK Kristínar er áhugavert verk sem byggist hárfínu en um leið afar einkanlegu jafnvægi og samspili texta og teikninga … Þetta er flæðandi og knappur texti en iðulega dregnar upp sterkar myndir …“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„KOK er … einstakt verk í flokki ljóðabóka og tilheyrir reyndar ekki nema að hluta þeim flokki á hefðbundinn hátt. Hún fær lesandann til að líta sér nær og skoða eigin lestrarupplifun; hvernig hann les myndir og skynjar texta … Ljóðin í bókinni eru ýmist fígúratíf eða abstrakt, sum birtast með prentstöfum en önnur eru teiknuð með tússi og vatnslitum, þannig að þau taka stundum að leka út af síðunum.“
Vera Knútsdóttir / Bókmenntir.is