Það sem við tölum um þegar við tölum Guð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 214 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 214 | 3.390 kr. |
Um bókina
Þarf nútímamaðurinn á Guði að halda?
Tímarnir hafa breyst. Nútímamaðurinn lifir í heimi sem er á fleygiferð. Í dag höfum við aðgang að meiri upplýsingum en nokkru sinni fyrr og tækniþróun er gríðarleg. Við erum í samskiptum við mun fjölbreyttari hóp fólks en áður.
En hvernig er það með viðhorf okkar til Guðs á þessum breyttu tímum?
Skoðanir á Guði skortir ekki! Margir hafa til dæmis þá hugmynd að Guð sé þröngsýnn, miskunnarlaus og grimmur. En þá vaknar spurningin: Mun Guð verða skilinn eftir á þessum nýju, breyttu tímum?
Á nýstárlegan hátt glímir Rob Bell, höfundur þessarar bókar, hér við Guð og nýja tíma. Hann spyr margra knýjandi spurninga og fer óhefðbundnar leiðir til að svara þeim. Hann ögrar lesendum og sýnir fram á að engin ástæða sé til að útiloka Guð. Þvert á móti sé Guð á undan okkur og laðar okkur áfram inn í tilveru sem er full af lífi, lit og krafti.
Rob Bell, er heimsþekktur rithöfundur og þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Hann hefur oft komið fram í sjónvarpsþáttum hjá Oprah Winfrey og nýtur hann alþjóðlegar viðurkenningar. Hann hefur verið útnefndur einn af 100 áhrifamestu mönnum heimsins af Times Magazine.
Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð er einstaklega læsileg bók og bráðskemmtileg og vekur margar áleitnar spurningar og kveikir umræður.
Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku eftir Rob Bell.
2 umsagnir um Það sem við tölum um þegar við tölum Guð
Elín Edda Pálsdóttir –
„Bell er fremstur meðal þeirra sem eru að endurhugsa kristna trú í Bandaríkjunum“
–Time
Elín Edda Pálsdóttir –
„Einn af áhrifamestu prestum Bandaríkjanna“
–New York Times