Letipúkar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 32 | 1.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 32 | 1.690 kr. |
Um bókina
Ert þú stundum löt/latur og nennir ekki neinu? Getur verið að það séu letipúkar að fela sig í hárinu á þér? Stormur á í vanda með letipúkana sína en sem betur fer kann pabbi ráð!
Púkabækurnar fjalla á skemmtilegan hátt um ýmis vandamál sem börn (og fullorðnir) kljást við. Efnið er sett fram þannig að börnin eiga auðvelt með að átta sig á vandanum og takast á við hann. Í bókinni eru umræðuspurningar sem foreldrar/forráðamenn geta notað til að spjalla við barnið um efni bókarinnar.
Sigurlaug er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og Púkabókunum nýtir hún reynslu sína af störfum með börnum, unglingum og foreldrum þeirra til þess að efla félags- og tilfinningaþroska barna. Lára gæðir púkana og aðrar persónur bókanna, lífi á sinn einstaka hátt. Hún er menntaður teiknari og kvikari hefur starfað við alla helstu frásagnarmiðla.