Fátækt og fúlga

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 429 4.190 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 429 4.190 kr.
spinner

Um bókina

Út er komin nítjánda bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar en röðin hóf göngu sína árið 1997 og er unnin á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna í Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Fátækt á Íslandi hefur verið íslenskum ráðamönnum hugleikið viðfangsefni allt frá landnámi. Umræðan fékk aukið vægi á dögum upplýsingarinnar og hefur löngum verið áhersluatriði í rökræðum manna á milli síðan. Árið 1902 var tekin saman að undirlagi nefndar Alþingis yfirgripsmikil skrá yfir alla þá einstaklinga á Íslandi sem þegið höfðu af sveit það árið og töldust þannig til þurfalinga.

Í þessari bók er fjallað um starf þingnefndarinnar, skráin birt í heild sinni og hver urðu viðbrögð þingheims við tillögum hennar. Hver voru örlög fátæks fólks á þessum tíma og hvernig tókst það á við fordóma samtíðar sinnar?

Höfundar bókarinnar glíma við álíka spurningar þegar þeir fjalla um fátækt á Íslandi frá ýmsum hliðum.

Tengdar bækur

3.190 kr.
1.090 kr.
2.090 kr.
Eggert Pétursson ísl
15.490 kr.
990 kr.
3.690 kr.4.190 kr.

INNskráning

Nýskráning