Rusladrekinn

Rusladrekinn til bjargar!

Við upphaf nýs árs er góður siður að taka upp nýja og betri lifnaðarhætti og eitt af því sem margir mættu huga betur að er flokkun á heimilissorpi. Til þess að gera þessa breytingu á heimilislífinu sem auðveldasta er best að allir séu samtaka, líka smáfólkið.

Í Rusladrekanum, eftir Bergljótu Arnalds, tvinnast saman spenna, ímyndunarafl og mikilvægur boðskapur í kitlandi skemmtilega sögu. Bókin fjallar um agnarponsu pínulítið skrímsli sem lifir á rusli, lifnar við í lítilli tjörn og langar til að gleypa allan heiminn. Söguna samdi Bergljót fyrir dóttur sína sem vildi ólm fá að heyra hana aftur og aftur.

Bókin er liður í að sýna börnum hversu mikilvægt það er að flokka rusl en auk sögunnar sjálfrar má finna í Rusladrekanum upplýsingar um hvernig best að flokka sorp.

INNskráning

Nýskráning