Ég vil fisk tilnefnd til verðlauna

Ég vil fisk! eftir Áslaugu Jónsdóttur var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:

Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book

Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

INNskráning

Nýskráning