Sigrún Eldjárn

París, Róm og Skuggasker

Fimmtudaginn, 3. desember, opnar sýning á verkum Sigrúnar Eldjárns í Borgarbókasafninu þar sem hún sýnir málverk og kynnir nýútkomna bók sína, Leyniturninn á Skuggaskeri.

Til að örva hugann og sköpunarkraftinn er gott að komast af og til af bæ. Komast í burtu að heiman … fara út í veröldina, veifa vængjum og sperra stél. Hjá Sigrúnu Eldjárn hófst veturinn 2014 -2015 með tveggja mánaða dvöl í Circolo Scandinavo í Róm og lauk með tveggja mánaða dvöl í Kjarvalsstofu í Cité des Arts í París. Á þessari sýningu má sjá brot af því sem gerðist þar, svipmyndir frá Trastevere-hverfinu í Róm og Marais-hverfinu í París, auk þess sem fuglatískan verður kynnt.

En það eru ekki bara París og Róm sem hér koma við sögu heldur líka sá dularfulli staður, Skuggasker. Þriðja og síðasta bókin í þríleiknum um Strokubörnin á Skuggaskeri hefur litið dagsins ljós og þríleikurinn verður kynntur á sýningaropnuninni sem fram fer fimmtudaginn 3. desember kl. 17.

Allir velkomnir og léttar veigar í boði.

Sýningin stendur til 10. janúar 2016.

INNskráning

Nýskráning