Mamma

Hulli og Mamma og mamma

Næsta fimmtudag kemur út fjórða bókin í myndasöguflokknum Endir eftir Hugleik Dagsson. Þar skrifar Hugleikur nýjan heimsendi í hverri bók, alltaf í samstarfi við mismunandi teiknara. Í þetta sinn er það undrabarnið Pétur Antonsson sem myndskreytir ósköpin á meistaralegan hátt. Hér segir frá einstæðri móður sem eignast lítið barn sem stækkar. Og stækkar. Og stækkar. Og stækkar.

Útgáfuboð bókarinnar heldur Hugleikur einmitt með sinni eigin mömmu, Ingibjörgu Hjartardóttur, sem gaf á dögunum út bókina Fjallkonan hjá Sölku.

Verið velkomin í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!

Auk þess kom í dag út bókin Hvað með börnin? Hugleikur og Lóa Hjálmtýsdóttir hafa teiknað saman síðan þau voru börn. Í ár gefa þau út sitthvora brandarabókina, Hvað með börnin? og Lóaboratorium: Nýjar rannsóknir. Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 18:00 skella þau í sameiginlega myndlistarsýningu í GalleryGallera á Laugavegi 33. Tilvalið tækifæri til að fjárfesta í bók og jafnvel listaverki.

INNskráning

Nýskráning