Dúkka

Grikk eða gott?

Á dögunum kom út barnabókin Dúkka eftir Gerði Kristnýju. Að því tilefni býður Gerður upp Hrekkjavökustemmningu í Eymundssyni laugardaginn 31. október þar sem allir krakkar sem mæta í búning fá Hrekkjavökuplakat að gjöf.

Gerður verður í Eymundssyni á Skólavörðustíg kl. 11 og í Eymundssyni í Kringlunni kl. 15. Í boði verður sérvalið hrekkjavökunammi auk þess sem Gerður les úr nýju bókinni.

Dúkka segir frá Kristínu Kötlu, 10 ára, sem kaupir sér dúkkuna sem allar stelpur eru með æði fyrir. Henni er alveg sama þótt Pétur, tvíburabróðir hennar, geri grín að henni – þetta er dúkka fyrir stórar stelpur. En af hverju finnst honum dúkkan óþægileg? Er hún ekki eins blíð og góð og stelpurnar halda?

Verið velkomin, þið eigið eftir að skemmta ykkur hryllilega vel!

INNskráning

Nýskráning