Lokaæfing

Lokasýningar á Lokaæfingu

Þessa dagana sýnir leikhópurinn Háaloftið eitt þekktasta leikverk Svövu Jakobsdóttur, Lokaæfingu, í Tjarnarbíói og nú eru aðeins þrjár sýningar eftir!

Lokaæfing segir frá hjónum á fertugsaldri loka sig af vikum saman niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman mást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Hér er á ferðinni margrómað átakaverk upp á líf og dauða.

Svava Jakobsdóttir var einn virtasti höfundur okkar Íslendinga á 20. öld. Lestrarhátiðin í ár á vegum Bókmenntaborgar Unesco verður tileinkuð Svövu að þessu sinni.

Síðustu sýningar:
31. okt. kl. 20.30
8. nóv. kl. 19.00 (ath. breyttan sýningartíma)
13. nóv. kl. 20.30

Miðasala á midi.is eða í síma 527-2100

Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Una Stígsdóttir
Tónlist: Sveinn Geirsson
Aðstoðarleikstjóri: Arnmundur Ernst Backman
Lýsing: Arnþór Þórsteinsson

INNskráning

Nýskráning