Mói hrekkjusvín - þrjár bækur

Prakkaraskapur í þremur bindum

Nú eru allar sögurnar um Móa hrekkjusvín komnar út í nýrri útgáfu í þremur bókum: Kúrekar í Arisóna, Misskilinn snillingur og Landsmót hrekkjusvína, en sögurnar komu fyrst út í einni bók aldamótahaustið 2000 sem hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur vorið eftir. Nýju bækurnar eru með stóru og góðu letri sem hentar vel fyrir þá sem eru að æfa sig að lesa og prýddar fjölda mynda eftir Lindu Ólafsdóttur. Sögurnar af Móa gerast í litlum bæ á Íslandi snemma á 8. áratugnum og ýmislegt sem sagt er frá vekur eflaust upp góðar minningar hjá jafnöldrum hans, en fyrir nútímabörnum er sögusviðið í senn horfin ævintýraveröld og síungur heimur barnæskunnar þar sem prakkarastrikunum eru engin takmörk sett.


INNskráning

Nýskráning