Lausnin

Dularfull frumraun

Lausnin eftir Evu Magnúsdóttir er ein forvitnilegasta og dularfyllsta frumraun ársins. Eva er glæný rödd í íslenskum bókmenntum en Lausnin heldur lesendum í heljargreipum frá fyrstu síðu í taugatrekkjandi leit að hamingjunni.

Líður þér illa? Ertu í ástarsorg?
Saknarðu einhvers en veist ekki hvað það er?
Finnst þér eins og allt gæti verið betra?

Ef þú hefur prófað samtalsþerapíu, atferlismeðferð, núvitund, hugleiðslu, jóga, breytt mataræði og pílates en fannst ekki hamingjuna í neinu af því,

KOMDU ÞÁ TIL OKKAR

Lísa er í ástarsorg. Enginn deilir með henni fínu íbúðinni með útsýni yfir höfnina, vinkonurnar eru uppteknar yfir körlum og börnum og kvöldunum eyðir hún ein fyrir framan sjónvarpið. Getur lífið orðið mikið dapurlegra? Þess vegna hugsar hún sig ekki tvisvar um þegar hún rekst á auglýsingu frá Lausninni. Þar er viðskiptavinum lofað hamingju fyrir dágóða fjárhæð, sem öll fæst þó endurgreidd ef meðferðin heppnast ekki. En í hverju felst þessi meðferð?

Hér má lesa brot úr bókinni.

„Óhugnarlegur og alíslenskur sálfræðitryllir á heimsmælikvarða. Frábær frumraun! Óskilgetið afkvæmi Sex and the City og Steinars Braga.“
Sif Sigmarsdóttir

„Eva Magnúsdóttir stimplar sig rækilega inn með þessari fyrstu skáldsögu sinni sem er í senn spennandi, hrollvekjandi og ósvífin.“
Silja Aðalsteinsdóttir

INNskráning

Nýskráning