Mómó

Mómó endurútgefin

Hin sívinsæla, en lengi ófáanlega, Mómó eftir Michael Ende hefur nú verið endurútgefin í glæsilegri bók.

Í rústum hringleikahúss í útjaðri stórrar borgar býr stelpa sem heitir Mómó. Hún á enga fjölskyldu en safnar að sér vinum, enda kann hún það sem mestu máli skiptir: að hlusta. Dag einn birtast grámennin í borginni, nánast ósýnileg en með stórhættulegt ráðabrugg sem enginn getur stöðvað nema Mómó.

Mómó er hugljúf og margslungin saga, eftir höfund Sögunnar endalausu, sem hefur selst í meira en sjö milljónum eintaka á fjölda tungumála.

Þess má til gamans geta að Mómó er ein af uppáhaldsbókum leikkonunnar vinsælu, Sögu Garðasdóttur, en í tilefni af útgáfunni fengum við hana til þess að segja okkur hvers vegna henni þykir svona vænt um bókina:

„Mómó er ein af fáum bókum sem ég hef lesið tvisvar og eina bókin sem ég hef lesið þrisvar. Hún er uppáhalds barnabókin mín, fullorðinsbókin mín, ljóðabókin mín og kennslubókin mín. Við alla sem vilja prófa hugvíkkandi eiturlyf myndi ég líka vilja segja: „Nei, nei, viltu ekki bara frekar lesa Mómó!““

INNskráning

Nýskráning