Brúnar

Brúnar ofurhetja

Út er komin glæný norsk barnabók í glæsilegri þýðingu Gerðar Kristnýjar. Bókin ber nafnið Brúnar og er hjartastyrkjandi og fyndin saga um vináttu, sorg, hugrekki og hlátursköst.

Þegar kvölda tekur breytist Rúnar í Brúnar, ofurhetjuna óttalausu. Með brúna málningu að vopni læðist Brúnar út og refsar strákunum sem stríða Rúnari og eyðileggja kofann hans. Vinirnir Atli og Ása hafa aldrei heyrt um fyndnari ofurhetju og vilja gjarnan kynnast henni. Brúnar kemur þó fyrst í góðar þarfir þegar afi deyr.

Brúnar er fyrsta barnabók norska höfundarins Håkons Øvreås, en fyrir hana hlaut hann Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2014.

INNskráning

Nýskráning