Arnaldur Indriðason

Erlendur vinsælli en Lisbeth Salander!

Franski bókmenntavefurinn Bibliosurf lagði á dögunum áhugaverða könnun fyrir notendur sína þar sem afstaða þeirra til norrænna spennu- og glæpasagna var könnuð. Þar kom fram að 83% þeirra sem svöruðu væru hrifin af bókmenntagreininni og ætla að halda áfram að lesa slíkar bækur. Samkvæmt könnuninni eru það helst andrúmsloftið og hugarfar persónanna sem heilla franska lesendur.

Að auki spurðu aðstandendur vefsíðunnar hver væri uppáhaldspersóna lesenda úr norrænu glæpasögunum. Tilefni könnunarinnar var útgáfa fjórðu bókarinnar í Millenium-seríu Stieg Larsson en það var þó okkar maður, Erlendur Sveinsson, sem bar höfuð og herðar yfir aðrar persónur með 34% atkvæða!

Það má með sanni segja að Frakkarnir séu sólgnir í bækur Arnaldar Indriðasonar en nánast allar bækur hans hafa verið þýddar á frönsku.

Hér má skoða könnunina á vef Bibliosurf.

INNskráning

Nýskráning