Ljós af hafi

Á metsölulistum um allan heim

Ljós af hafi eftir M.L. Stedman er átakanleg saga um rétt og rangt – og þegar erfitt verður að greina þar á milli – sem setið hefur á metsölulistum vikum og mánuðum saman um allan heim.

Báti skolar á land á afskekktri eyju úti á reginhafi. Um borð eru dáinn maður og grátandi barn. Vitavörðurinn og konan hans standa frammi fyrir erfiðu vali. Reglurnar eru skýrar en freistingin til að brjóta þær og fylgja hjartanu verður allri skynsemi yfirsterkari.

Höfundurinn, M.L. Stedman, er fædd og uppalin í Ástralíu en býr nú í London. Ljós af hafi er fyrsta bók hennar. Hún var í meira en ár á metsölulista New York Times, hefur verið þýdd á um fjörutíu tungumál og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar.

Fyrir stuttu hlaut bókin líka frábæran dóm hjá Steinunni Ingu Óttarsdóttur á Kvennablaðinu en þar sagði hún meðal annars:

„Ljós af hafi er áhrifarík og dramatísk saga sem hefur dimman undirtón um stríð, ást og missi. Hún hreyfir við lesandanum, knýr hann til að taka afstöðu og krefst svara um hvort mögulegt og réttlætanlegt sé að byggja líf sitt á blekkingum og sorg og óhamingju annarra þegar eigin sálarheill er í húfi … ekki hægt að leggja hana frá sér fyrr en ljóst er hver málalokin verða. Nú er bíómynd í vændum eftir bókinni … Það verður spennandi að sjá hvort hún verður eins mögnuð og bókin.“

Hér má lesa kaflabrot úr bókinni

INNskráning

Nýskráning