Kortabók 2015

Á leið í ferðalag?

Hvert á að fara í sumarfríinu? Gönguferð um hálendið? Hringferð? Tjaldútilega? Kortabók Máls og menningar inniheldur öll kortin sem gætir þurft auk nauðsynlegra upplýsinga um þjónustu og markverða staði.

Kortabók Máls og menningar er sniðin að þörfum þeirra sem ferðast um Ísland. Hún inniheldur 60 ný kort í mælikvarðanum 1:300 000, með einstöku útliti Íslandsatlass Máls og menningar.

Gott yfirgrip er á milli allra kortanna, sem gerir notkun bókarinnar mjög þægilega. Einnig eru í bókinni 40 ómissandi kort af höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlisstöðum, auk upplýsinga um söfn, sundlaugar, tjaldsvæði og golfvelli. Aftast er ítarleg nafnaskrá.

Kortabók Máls og menningar var útnefnd besta kortabók heims á alþjóðlegri kortasýningu árið 2000 og hefur síðan verið vinsælasta kortabókin á Íslandi.

INNskráning

Nýskráning